Hver er Ýr
Ég heiti Guðfinna Ýr Róbertsdóttir en oftast kölluð Ýr. Ég er úr Breiðholti en bý í Kópavogi. Á þrjá yndislega stráka. Elska útiveru, hlaup, ganga fjöll, skíði og nýjasta sportið er golf. Hef einnig mikinn áhuga á að mála myndir. Vera með fjölskyldu, vinum elda mat og njóta.
Ég er grafískur hönnuður úr Listaháskóla Íslands og svo tók ég MA í stafrænni hönnun í Oakville - Canada.
Starfsreynsla mín liggur í listrænni stjórnun og hönnun. Ég hef verið svo heppin að fá að vinna að fjölbreyttum verkefnum á mínum ferli.
Ég hef hannað vörumerki, auglýsingar, umbúðir, merkingar, myndskreytingar, vefsíður, öpp, kerfi, hönnunarkerfi, fatnað, verðlaunagripi o.fl.
Þarfagreiningar, hönnunarsprettir, ráðgjöf, notendagreining, notendaprófanir og verkefnastjórnun.
Ég hef hlotið nokkrar viðurkenningar og tilnefningar fyrir hönnun. Núna síðast Íslensku vefverðlaunin fyrir KSÍ vefinn og tilnefningu fyrir LSH appið.
Einnig hef ég haldið nokkrar málverka- og ljósmyndasýningar.