Vefsíður og prenthönnun

við erum jafnvíg á þeim sviðum

{texti}

Sérstaða Zebra er að vissu leyti fólgin í að við gerum meira. Við hönnum vefsíður og setjum upp í öflugu vefumsjónarkerfi en við vitum að það þarf meira til.

Við hönnun einnig auglýsingar, bæklinga, logo og annað bréfsefni. Vantar merkingar á húsið, skrifstofuna eða bílinn? Starfsmenn Zebra hafa áralanga reynslu á þessum sviðum.

Hýsing og tölvupóstur er eitt af því sem Zebra býður upp á. Einnig sýnir reynslan að opnun nýrrar vefsíðu getur dregist vegna þess að texta, myndir eða annað efni hefur ekki náðst að klára hjá viðskiptavini. Zebra býður upp á að skrifa texta inn á vefsíðu, taka myndir og að sjá um vefumsjón sé þess óskað. Við vitum að í mörgum fyrirtækjum hafa starfsmenn nóg að gera við að sinna sínum viðskiptavinum og vinna við eigin vefsíðu á það til að sitja á hakanum. Kynnið ykkur þá þjónustumöguleika sem Zebra býður upp á.

Zebra getur hjálpað til með margt fleira

hvað getum við gert fyrir þig?

 

Sérsniðnir vefir

Hjá Zebra færðu vefsíðu og vefumsjónarkerfi sérsniðið að þínum þörfum. Að setja inn texta, myndir eða annað efni er leikur einn. Það þarf engan geimvélaverkfræðing til að sjá um vefinn.

 

Prenthönnun

Hönnuðir okkar eru engan veginn fastir í netheimum. Zebra hannar allt prentefni einnig og getur þú  þannig fengið allt á sama stað. Logo, bæklingar, nafnspjöld, auglýsingar, merkingar, bréfsefni eða hvað sem er. Zebra leysir málið.

 

Hýsing

Zebra er með eigin hýsingarþjónustu. 5GB pláss og ótakmarkaður fjöldi netfanga. Það er best að þurfa sem minnst að hugsa um tæknileg smáatriði þegar kemur að vef og pósti. Zebra sér um málið.

 

Textagerð og ljósmyndun

Í mörgum tilfellum þarf viðskiptavinurinn vef en hefur lítinn tíma til að skrifa texta og útvega annað efni á vefinn. Þess vegna býður Zebra upp á þá þjónustu einnig að skrifa texta. Einnig hefur Zebra séð um að útvega eða taka myndir sé þess óskað.

 

Viðbætur

Vefur frá Zebra er lausn til framtíðar. Óteljandi viðbætur eru til fyrir kerfið og því eru miklir möguleikar á að stækka vefinn og bæta við þegar þörfin kemur upp.