Svöl græja frá áttunda áratugnum


20.09 2011

Árið 2011 þykir tölvuleikur í háskerpu, þrívídd, surround með hreyfiskynjurum ekki mikið tiltökumál. Fyrir um 40 árum var það ekki tilfellið. Í geymslunni okkar fannst þessi fróma græja sem í minningunni var brúkuð af kappi um 1980. Þá var orðið tölva ekki komið í orðaforða undirritaðs í það minnsta - og kallaðist því sjónvarpsspil. Spilið gladdi margan manninn þá og gerir enn.

{texti}
{texti}
{texti}
{texti}
{texti}
{texti}

Tölvuleikir þurfa ekki að vera flóknir til að vera góðir og það er stórgóð skemmtun að grípa í leik í nostalgíuvímunni sem fylgir því að standa frammi fyrir svona grip. Set þó fyrirvara á yngri kynslóðirnar sem þekkja heiminn ekki án Internets og farsíma - láta sér ugglaust fátt um finnast þeir yngri.

{texti} Rétt nafn "spilsins" eða tölvunnar er Pong og var það einn af fyrstu tölvuleikjunum og sá fyrsti sem náði vinsældum meðal almennings. Leikurinn var framleiddur af Atari árið 1972. Allan Alcorn bjó leikinn til eftir að einn af stofnendum Atari, Nolan Beshnell, setti honum það fyrir sem æfingaverkefni. Gæði leiksins komu Atari mönnum á óvart og úr varð að þeir framleiddu leikinn. Það má rekja upphaf tölvuleikjaiðnaðarins til framleiðslu Pong.

Mörg fyrirtæki hófu framleiðslu á svipuðum leikjum og fóru svo að þróa leiki áfram. Atari tók slaginn og gaf út nokkrar útgáfur af leiknum í viðbót. Pong hefur fyrir löngu öðlast költ-status í tölvusögunni.

Útgáfan sem undirritaður á er frá fyrirtækinu Conic Internation Inc. (C.I.C.). Í notendahandbókinni má lesa eftirfarandi:

„The TV-GAME has been designed to provide a game function which gives active entertainment. It can easily be attached to any brand of domestic T.V. and any size of screen - either color or monochrome, but game is shown in black and white. With the TVG you participate in T.V. you are sure to have much enjoyment, to be fascinated by, and to learn a great deal from. You are anxioius to know something about TVG.“

Hann er svo sannarlega spennuþrunginn þessi innangur í notendahandbókinni. Ekki versnar það þegar kveikt er á tækinu. Það fer umsvifalaust leikur í gang og valkvíðinn gerir vart við sig því fjórir leikir eru í boði: Tennis, Hockey, Squash og Handball. Handball er eins manns leikur þar sem efnilegir spilarar geta æft sig tímunum saman í að "slá boltann". Hinir þrír eru fyrir tvo spilara og er spilað upp í 15. Það er hægt að svissa milli leikja og halda stigunum en enginn pása er í boði - leikurinn rúllar. Þegar annar spilarinn nær upp í 15 þá heldur græjan áfram, boltinn flýgur, en engin fleiri stig eru skráð og boltinn fer í gegnum strikin þó maður reyni að hitta hann.

{texti} Í upphafi (árið 1972) var leikurinn aðeins til sem spilakassi eins og við þekkum í dag. Útgáfa fyrir heimili kom á markaðinn árið 1975 í samstarfi við Sears verslunina og undir merkjum Sears Tele-Games (ekki talað um tölvu N.B.). Atari gaf svo út heimaútgáfa ári síðar. Örflagan sem var þróuð og notuð í tækinu var á sínum tíma öflugasta flaga sem var notuð í tæki fyrir "venjulega borgara".

Hér með hefur þetta afrek Atari verið fært til bókar hjá okkur í Zebra. Hvað varðar afdrif frumkvöðlanna í Atari þá er fyrirtækið auðvitað enn að störfum.

Þeir sem vilja spila svona sæmilega útgáfu af leiknum þá er það hægt hér - en það er auðvitað engan veginn sama stuðið og á apparatinu sjálfu!

Til baka

Deila